Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Afríka 2012Nú í sumar hef ég ákveðið að halda til afríku með bakpokann og skoða mig svoítið um þar.   Lengi verið draumur hjá mér að ferðast um afríku en einhverra hluta vegna hefur það alltaf endað þannig að þegar ég er að plana einhverja ferð þá hef ég endað einhversstaðar annarsstaðar.

En nú í sumar er komið að þessu :)

31. mai þá mun ég fljúga til Nairobi með viðkomu í London.  Þaðan er svo ferðinni heitið niður til Capetown.  Semsagt  einhverjir tugir þúsund km.   

Ákvað að velja aftur ferðamátann sem ég hef svo gaman að eða fara með svona "overlanding" fyrirtæki eða trukkaferð eins og hún sjást myndi kallast hérna.   Þarna verðum við 22 aðilar keyrandi um á sérútbúnum off-road trukki.   

Eftir að hafa ferðast út um allan heim þá er þetta sá ferðamáti sem ég hef fengið mest út úr, upplifað mest já og bestu ferða minningarnar mínar koma úr úr þessum ferðum.

Þetta þýðir þó að ég mun gista í tjaldi í allt sumar mikið útí óbyggðum og drullugur upp fyrir haus án sturtu í marga daga í röð.

Mun reyna eftir minni bestu getu að hlaða upp myndum og láta vita eitthvað af mér hérna á síðunni.

Hægt er að smella á kortið hér til hliðar til að sjá það stærra, þar er búið að teikna inn á sirka leiðina sem verður farin.

Löndin sem ég mun að minnsta kosti fara til eru:

  • Kenya 
  • Tanzania 
  • Malawi 
  • Mozambique 
  • Zimbabwe 
  • Botswana 
  • Namibia 
  • South Africa 

Annar segji ég bara gleðilegt sumar.

 

 


Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð