Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Boston - Vefur

2004
Að vori til var haldið í árshátíðarferð Vefs Samskiptalausna og var ferðinni heitið til Boston.   Nýttu flestir starfsmenn þessa ferð sem verslunarferð enda var gengið gott og allt mjög ódýrt.   Ofan á það þá duttum við líka inn á útsölutíma þarna þannig að það var hægt að gera svaka góð kaup þarna.

Ég aftur á móti nenni nú ekki að fara til útlanda til að versla, tæklaði bara mín verslunarplön á 2 tímum enda auðvelt að versla þegar maður veit nokkurn veginn það sem maður vill.

Helgina nýtti ég svo bara í að skoða  borgina.  Davíð, þáverandi framkvæmdastjóri Vefs hafði búið þarna nokkrum árum áður þegar hann var í skóla í Harvard.   Ég slóst bara í för með honum og skoðaði það helsta þarna.   Hann til að mynda sýndi mér Harvard skólann í bak og fyrir sem var mjög skemmtilegt.   Kíkti á MIT en fór þó ekki í neina skoðunarferð um hann.

Svo fór ég einnig á fund með 100 manna auglýsingastofu þarna og sýndi þeim Outcome Kannanakerfið okkar.   Það var líka mjög skemmtilega upplifun að sjá og koma inn í svona flotta auglýsingarstofu erlendis.

Myndaalbúm


IMG_2870
IMG_2871
IMG_2875
IMG_2874
IMG_2836
IMG_2827
IMG_2873
IMG_2878
IMG_2876
IMG_2837
IMG_2838
IMG_2839
IMG_2872
IMG_2835
IMG_2847
IMG_2845
IMG_2828
IMG_2834
IMG_2833
IMG_2841
IMG_2830
IMG_2844
IMG_2840
IMG_2854
IMG_2850
IMG_2853
IMG_2829
IMG_2858
IMG_2857
IMG_2842
IMG_2848
IMG_2864
IMG_2846
IMG_2861
IMG_2855
IMG_2862
IMG_2863
IMG_2865
IMG_2869
IMG_2856


Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð


Gunni á ferðalagi