Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Heimsreisan

Suður Ameríka 2006

Galapakos 2006

Around the World

Upphafið af þessari reisu kviknaði í bláa lóninu um haustið 2005.   Þar voru ég og Friðgeir að steggja Kjartan Ársæls og vorum eitthvað að spjalla saman um ferðalög. 

Ég hafði lengi verið með í maganum að fara í langt bakpokaferðalag eitthvað út fyrir Evrópu og þegar við föttuðum að við vorum báðir með þessa hugmynd í maganum þá var ekki aftur snúið.  Nánast samstundis var ákveðið að finna tíma fyrir svona ferð. 

Ákveðið var að leggja í hann í upphafi árs 2006.   Þá höfðum við nokkra mánuði til að plana ferðina, bóka hluti, koma okkur í sprautur og fá vegabréfsáritanir.

Upphaflega planið var svo að taka nokkra mánuð í Asíu.   Eftir mörg löng kvöld við að skoða og spekúlera var breyttist svo planið í að taka hringferð á þetta.   Rétt fyrir bókun fengu Friðgeir og Anna Sigga fréttirnar að Anna Sigga væri ólétt.   Sem þýddi að ferðina þurfti að stytta niður í tæpa 3 mánuði.  Ég ákvað svo í framhaldi af því að fara sjálfur í nokkurra mánaða ferðalag einn til Galapakos og svo ferðalag um Suður Ameríku.

Þessi ferð skiptist upp í þrjá hluta, Around The World, Galapakos og Suður Ameríku trukkaferð.

Til að skoða nánar um þær þegur þú smellt hér til hliðar eða smellt á myndirnar


Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð