Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Vasco de Gama vs Flamengo

Þegar ég var í Rio í Suður Ameríku þá vildi svo heppilega til að það var akkúrat í gangi úrslitaleikurinn í Brasilísku deildinni.

Það er eitthvað sem ekki er hægt að sleppa að fara á ef maður er í Brasilíu enda þarna um leik að ræða þar sem er meira áhorf heldur en á úrslitaleik heimsmeistaradeildarinnar.

Leikurinn var haldinn á hinum fornfræga Macarena velli sem á enn metið yfir að hafa tekið flesta á einum leik.  Það var á úrslitaleik í HM 1950 og tók hann þá yfir 200 þúsund manns, reyndar standandi.   Síðan þá hefur leikvangurinn verið minnkaður margsinnis og tekur um 90 þúsund manns núna í sæti.

Þessi leikur var alveg ótrúlegur í alla staði.  Leikvangurinn er á venjulegum degi í svona 30 mínútna fjarlægð frá hótelinu sem við gistum á.   En á þessu degi tók sú ferð svona 2-3 tíma í rútu.  Enda allar götur borgarinnar fullar af fólki.   Svo þegar við vorum komin fyrir utan völlinn þá voru margar milljónir manns þar saman komin.  Eftir að hafa labbað þarna um í kringum völlinn og upplifað stemminguna þá vorum við leidd inn á völlinn í gegnum sérstakan inngang þar sem einungis túristar fá að fara.  Og sátum við í sérstakri túristastúku sem var afgirt með háum steypuveggjum þannig að við fengjum frið fyrir fótboltabullunum þarna.

Þarna skutu hörðustu stuðningsmennirnir upp tívolíbombum í gríð og erg.   Svo þegar Flamengo skoruðu sigurmarkið ( 1-0 ) þá trylltust stuðningsmenn Flamengo svo mikið í aðal stúkunni að það mynduðust hópslagsmál milli þeirra og lögreglunar þar sem svona 2000 manns voru.

Miðað við lætin og ruglið sem var í gangi þarna í stúkunum þá er alveg ótrúlegt að það sé hreinlega hægt að spila fótbolta á vellinum.


Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð