Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Kanarí

Fór um jól og áramót með fjölskyldunni í 2 vikna ferð til Kanarí.   Var svona ekki alveg viss hvernig mér leist á þetta fyrirfram svona þar sem þetta var á þessum tíma.   En þegar uppi var staðið þá var þetta bara algjör snilld.   Myndaðist náttúrulega ekki sama jólastemmingin en var samt sem áður þrusu gaman.   Jólin koma alltaf aftur og aftur og ágætt að breyta aðeins til.

Svona fyrir utan að liggja í sólinni þá var nú ýmislegt skoðað þarna.   Fórum í hellaferð inn í Guayadeque dalinn.   Kíktum þar inn í hella þar sem fólk býr.   Enduðum svo kvöldið á því að fara í veislu þarna á veitingarstað í einum hellinum.

Kíktum til höfuðborgarinnar Las Palmas til að versla og skoða okkur um.   Fórum í Kafbátaferð í Mogán sem var ansi skemmtileg.   Bæði gaman að koma í svona kafbát og auk þess var rútuferðin að staðnum þar sem kafbáturinn var staðsettur ansi flott. 

Svo var náttúrulega þetta klassíska, að kíkja í vatnsrennibrautargarð og í dýragarð.

Myndaalbúm


Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000
Kanarí 2000


Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð