Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

París

Febrúar 2008
Hverjir: Gunni og Sonja
Hittum: Friðgeir, Helgu og Úlfar.

Fórum í helgarferð til Parísar í byrjun febrúar.   Gerðumst ofurtúristar í nokkra daga og skoðuðum allt það helsta í borginni. 

Friðgeir far þarna úti ásamt Helgu í heimsókn hjá Úlfari vini sínum sem ég reyndar kannast ágætlega við líka.   Hittum á þau þarna 2 kvöld og kíktum aðeins út á lífið.

Að öðru leyti var þetta bara kósý ferð hjá okkur Sonju og var bara virkilega gaman.

Vorum sæmilega heppin með veðrið þrátt fyrir að þetta væri í byrjun febrúar.   Leit reyndar ekki vel út í byrjun þar sem það var rigning þegar við lentum.   Tékkuðum okkur inn á hótelið og fórum eiginlega bara strax út,

Ferðasaga:
Lentum um 12 leitið á flugvellinum þarna í París - tókum töskurnar og tókum taxa upp á hótel.  Veðrið leit nú ekkert sérstaklega vel út í byrjun þar sem það var rigning.  Ákváðum að láta það ekki stoppa okkur og ætluðum bara að gera gott úr þessu.

Hótelið okkar var staðsett, rétt hjá Moulin Rouge og Hvítu kirkjunni.  Góð staðsetning fannst okkur allavega en ekkert sérstakt hótel.   Enda var það ákveðið fyrirfram að taka bara lélegt hótel þar sem við ætluðum nú bara að sofa þarna.  Hvað staðsetninguna varðar þá eru eiginlega flestar staðsetningar fínar þarna þar sem undergroundið er svo gott þarna.

Eftir stutt stopp á hótelinu ákváðum við að fara bara strax í það að skoða okkur um, fórum út fengum okkur pizzu að borða og keyptum svo regnhlífar.   Vorum ekki fyrr búin að setja þær upp þegar það hætti að rigna og fljótlega upp úr því kom bara þetta fínasta veður sem á endanum hélst alla helgina.

En allavega, við byrjuðum á því að skoða Moulin Rouge og hverfið í kring um það.   Næst lá leiðinn upp að Hvítu kirkjunni sem er þarna á hæðinni fyrir ofan.  Eftir það tókum við svo undergroundið í miðbæinn.   Þar skoðuðum við Sigurbogann og löbbuðum niður verslunargötuna þarna í átt að Louvre safninu. 
Skoðuðum fullt af flottum byggingum þarna rétt hjá safninu, tókum kvöld / sólsetursmyndir af Eiffel turninum og signu.

Ákváðum svo að labba upp alveg upp að Louvre og komumst að því að á föstudagskvöldum væri frítt inn á safnið þannig að við bara ákváðum bara að skella okkur þarna inn og í það minnsta að kíkja á Monalisu.  Héldum beint þangað og ég verð nú að segja það að þetta málverk var nú ekkert sérstaklega merkilegt, smá frímerki og eiginlega algjör vonbrigði. 
Eyddum svo svona 2 tímum í að skoða þarna safnið og lögðum mesta áherslu á Egyptaland og minjar tengdu  því.

Hittum Friðgeir og co þarna inn á safninu og ákváðum að hitta þau síðar um kvöldið.   Fórum og fengum okkur að borða á stað þarna rétt fyrir utan og fljótlega upp úr því hittum við á Þau.  Fórum á djass stað og svo í framhaldi af því á stað sem var víst síðasti staðurinn sem Morrisson stoppaði á áður en hann skildi við heiminn.

Við vorum svo komin dauðþreytt upp á hótel um 3 leytið.

Laugardeginum eyddum við svo að mestu í það að skoða eiffel turninn, fórum að sjálfssögðu upp í hann með tilheyrandi biðröðum. 
Eftir það var svo bara labbað um verslunargöturnar og svo horfði ég á Liverpool leik þarna á pöbb síðar um daginn.

Um kvöldið fórum við svo með Friðgeiri, Helgu og Úlfari á einhvern Local stað í úthverfi að hitta franska vini Úlfars.   Það var ansi gaman svona í ljósi þess að þetta var staður þar sem túristar fengu vanalega ekki að koma á.  Vorum þarna fram eftir kvöldi.
Vorum svo bara komin upp á hótel um 2 leytið.


Sunnudagurinn fór svo bara í það að skoða Notre Dame og byggingarnar þarna í kring, tókum góðan túrista hring þarna miðsvæðis og held ég bara að við höfum ekki misst úr neinu að viti.

Rétt áður en það fór svo að dimma þá fórum við í siglingu á Signu og sáum til að mynda Eiffel turninn bæði í björtu og svo í myrkri þegar búið var að kveikja öll ljósin á honum.  

Fórum svo bara fínt út að borga um kvöldið þarna á stað rétta hjá hótelinu okkar, þar sem ég fékk mér massa steik og Sonja fékk sér eitthvað sjávarréttarcombo.

Daginn eftir var svo bara sofið til 10, hittum svo á Friðgeir og Helgu og tókum saman leigara upp á völl og héldum heim.

Mjög skemmtileg ferð, heppin með veður þrátt fyrir tímasetningu.   Sól og gott allan tímann þó svo að hitastigið hefði nú alveg mátt vera aðeins betra.   En engu að síður mjög heppinn miðað við árstíma.

Myndaalbúm


IMG_8890
IMG_8922
IMG_8930
IMG_8935
IMG_8937
IMG_8938
IMG_8939
IMG_8940
IMG_8944
IMG_8965
IMG_8993
IMG_9004
IMG_9005
IMG_9014
IMG_9017
IMG_9018
IMG_9025
IMG_9027
IMG_9033
IMG_9034
IMG_9035
IMG_9036
IMG_9047
IMG_9051
IMG_9052
IMG_9057
IMG_9058
IMG_9060
IMG_9061
IMG_9064
IMG_9065
IMG_9067
IMG_9070
IMG_9079
IMG_9080
IMG_9081
IMG_9087
IMG_9089
IMG_9090
IMG_9091
IMG_9097
IMG_9098
IMG_9100
IMG_9101
IMG_9103
IMG_9105
IMG_9106
IMG_9109
IMG_9139
IMG_9152
IMG_9153
IMG_9154
IMG_9155
IMG_9156
IMG_9163
IMG_9177
IMG_9185
IMG_9187
IMG_9213
IMG_9214
IMG_9230
IMG_9245
IMG_9252
IMG_9253
IMG_9254
IMG_9255
IMG_9256
IMG_9289
IMG_9305
IMG_9307
IMG_9314
IMG_9315
IMG_9318
SL370005
SL370007
SL370010
SL370018
SL370024
SL370030
SL370031
SL370040
SL370042
SL370043
SL370045
SL370049
SL370063
SL370065
SL370066
SL370121
SL370129
SL370133
SL370163
SL370164
SL370165
SL370177


Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð