Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Blog

<< Fyrra Nýjustu færslurnar Næsta >>
Sjá Nýjustu | Allar Eða birta eftir árum | mánuðum | dögum

26.nóvember 2013

Haldið til Nairobi

Allar góðar ferðir þurfa nú einhvern tíman að enda og hér var engin undantekning á.   Eiginlega eftir Ginger þá var svona ferðin búin, nema bara áttum eftir að keyra tæplega 1000 km til Nairobi og seinniparturinn af leiðinn vegur sem við vorum búin að keyra áður.  Landslagið orðið meira svona flatlengi og orðið minna fyrir augað.  En engu að síður gaman að fylgjast með lífinu inn í þorpunum sem við keyrðum í gegnum.


Þegar við vorum svo komin til Nairobi þá fór ég bara strax ásamt Colin, breskum strák hérna í göngutúr um borgina.   Var sunnudagur og því mikið um að fólk var í fríi.   Vildi svo skemmtilega til að við hittum akkúrat á einhverja trúarsamkomu hérna í garði nálægt miðbænum.   Þarna voru svona 20þúsund mans saman komnir að syngja einhverja trúarsönva.   Áttuðum okkur reyndar enganveginn á hvað var í gangi annað en að þetta væri einhver trúarsamkoma.  Tróðum okkur þarna inn í skarann og fylgdumst með og tókum myndir.   Einu hvítu aðilarnir þarna á svæðinu að ég held hreinlega.


Eftir þetta skondna stopp þá löbbuðum við í átt að Conferance turninum, planið var að fara upp í hann og sjá útsýni yfir borgina.  Þegar við komum þangað þá voru einhverjir pimp-up-rútubíladagar þar.   Og ekki nóg með það að þegar við vorum komnir inn á svæðið ( svæðið var semsagt lokað af með öryggisgæslu og járnhliðum þá myndaðist einhver rígur þarna sittvoru megin við hliðið.   Þarna hinumegin komu aðrir skrautskreyttir bílar með flullt af liði upp á þaki að syngja svönga og hrópa eitthvað.   Veit ekki alveg hvað var í gangi þarna en minnti á einhvern svona ríg milli heitra stuðningsmanna fótboltaliða.


Mér var ekkert alveg sama þar sem ég var nú í túrbó-túrista búningnum með stóru vélina hangandi á öxlinni, litlu í vasanum og símann í rassvasanum.


Enduðum á því að fá fylgd þaðan út með vélbyssu-lögreglu.  Veit nú ekki hvort það var nausynlegt en löggan vildi þetta.


Semsagt mjög fróðlegur dagur í Nairobi þrátt fyrir að ég hafi ekki haft hugmynd um neitt sem var í gangi þarna…

22.nóvember 2013

Adrenalíndagur í Ginger, Uganda

Eftir ógleymanlegt stopp í Rewanda þá heldum við aftur til Uganda.   Næsti stóri áfangastaður var Ginger sem er bær sem liggur við Níl ánna.   Þarna hópast túristar til að taka þátt í allskonar jaðarportum.   Ýmislegt í boði þarna eins og til dæmis, teyjustökk, rafting, banana-bátsferð, sólseturssiglingar, hraðbátsferðir og fjórhjólaferðir svo eitthvað sé nefnt.


Tjaldstæðið sem við gistum á var alveg á bakkanum á ánni og barinn sem var á tjaldsæðinu var með svalir sem voru út á árbrúninni með góða 60 metra niður í ánna.   Þar á sama stað var hægt að horfa á teyjustökkpallinn bara beint fyrir framan.   Magnað útsýni í allar áttir.

Ég skrái mig því í Rafting og lét  bara teyjustökkvið fylgja með finnst ég var nú mættur þarna.   Hafði þó ekki ætlað mér að taka annað teyjustökk en engu að síður lét ég verða af því.


Teyjustökki var svo bara 8:30 daginn eftir.   Var miklu auðveldara heldur en í fyrsta skiptið.   Vissulega helmingi lægri hæð en engu að síður þá þurfti ég að trítla fram á brún og skutla mér fram af.  Snilldar stökk og náði flottum myndum í leiðinni :)


Eftir teyjustökkvið var svo farið í rafting á Níl.   Tóku allan daginn í það.   Alls 8 flúðir.  Þar af 3 level 5 sem er hæðsta levelið og hinar á bilinu 4-5.   Hrikalega skemmtileggar flúðir en allt of miklill róður á milli þeirra.   


Svo sem ekki mikið annað að segja um þetta.

 

En myndirnar segja svo sem allt sem segja þarf.

20.nóvember 2013

Gorrillas in the Mist

Vöknuðum snemma og héldum af stað að skoða fjallargórillurnar hérna í Rewanda.  Alls eru 18 górillu fjölskyldur sem vitað er af og eru þær allar hérna á landamærum Rewanda, Uganda og Congo.  Flestir skoða þær hérna í Rewanda en einnig er hægt að skoða þær á hinum stöðunum.  Hér í rewanda fá alls 16 hópar að heimsækja þær á dag og ekki meira en 8 manns hverju sinni.  

Er nú nánast gefins að kaupa leyfi þarna inn .   Ekki nema 750$ og þá fær maður að vera í kringum þær í klukkutíma.  Ekkert rebuy inn eða neitt.   Bara klukkutími.   100þúsund kall.  Ágætis tímakaup sem þær eru á :).


Skógurinn sem þær eru í er hérna var í hálftíma akstri.  Og svo þurftum að ganga í klukkutíma til að komast að jaðri skógarins.   Svo tók við önnur klukkutíma skógar-fjallganga til að komast að staðnum sem þær voru á.   Það er þó vitað nokkurnveginn hvar þær eru þar sem það er hópur sem eltir þær allan daginn, alla daga ársins.


Þegar við vorum kominn að þeim þá fengum við að labba þarna um, nánast að heilsa þeim.   Þær löbbuðu t.d. einu sinni framhjá mér og rákust utan í mig.   Alveg ólýsanlegt í alla staði.

Það er bara alveg priceless að standa í 2 metra fjarlægð við 230 kg fjallagrórillu.  Að vanda var maður nátturulega meira bak við viewfinderinn á myndavélinni og tók einhverjar 400-500 myndir.


Hverrar krónu virði…

 

Over and out.

18.nóvember 2013

Haldið til Rewanda

Next up var að koma sér yfir til Rewanda og skoða fjallagórillunar.   Það var jú það sem þessi ferð snýst um :).


Fyrst keyrðum við að vatni hérna sem heitir Lake Bunyonyi.  Áður en við komum þangað þá þurftum við að keyra í gegnum mjög flotta fjallavegi með snilldarútsýni.  Keyrðum í gegnum þorðp hérna sem virtist ekki alveg hafa vera að ná að meðhöndla rigninguna sem var fyrr um daginn.   Allt var á floti þarna og voru göturnar eins og að keyra yfir á. Við vatnið þá gistum við á svakalega flottum stað alveg við vatnið.   Gistum í svona tjald-húsum með útsýni yfir það.


Eftir gott stopp við Lake Bunyonyi þá héldum við áfram að landamærum Uganda og Rewanda.    Alveg magnað hvað umhverfið breyttist við það eitt að keyra yfir landamærin.  Allt varð miklu snyrtilegra og vegirnir miklu betri.   Í staðinn fyrir að vera keyra á vegavinnuvegum nánast stanslaust þá komum við yfir á gott malbik eins og maður þekkir í evrópu.  Einnig virtust húsin vera mun flottari, þó svo þau séu þó enn eins og torfkofar.  Engu að síður mun betri heldur en í uganda.  Hvað varðar landslagði þá er allt hérna í hólum og hæðum.  Gerðum lítið annað en að keyra upp og niður fjöll.   Það gerði nátturluega uphverfið alveg frábært til að horfa á út um gluggann og smella myndum.


Allir fletir hérna virðast vera nýttir í að rækta eitthvað eða í búskap.  Virðist litlu máli skipta hvort það sé láglendi eða toppurinn á fjalli.  Allsstaðar virðist vera einhver rækt í gangi og allsstaðar er fólk að vinna, hvort sem þar er við hliðna á veginum eða efst á toppi fjalls.   Maður sér nánast hvergi einvher faratæki á þessum stöðum og því skilur maður varla hvernig þeir ná að flytja uppskeruna frá þessum stöðum og koma þeim í verð.


En á sama tíma virðist ekki skipta máli hvort maður er að keyra upp þvílíkta bratta brekku, allsstaðar er fók annað hvort að flytja einhvert ótrúlegt magna af hlutum á hjóli eða hreinlega ofan á hausnum á sér.   Labbandi með það á stöðum sem væru t.d. á “hellisheiðinin”.


Anyway, við stoppuðum góða stund í bæ sem heitir Kigali, flott borg og eiginlega eina borgin þar sem ég gæti ýmindað mér að ég gæti buið í, allavega í einhvern takmarkaðan tíma.

Þarna fórum við á Geniside Memorial Center þar sem þeir sem vildu gátu aflað skoðað minnisvarða um þá hrikalegu atburði sem áttu sér stað hérna fyrir ekki svo löngu síðan.   Ég get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi af því að skoða svona hluti og tók því mjög stutta ferð í gegnum þetta.


Áður en við yfirgáfum staðinn komum við svo við á Hotel Rewanda og tókum nokkrar myndir þar, svo sem ekkert að mynda þar en engu að síður stoppuðum við þar.  Tok myndir af minnisvarðandum og sjálfu hótelinu.


Rewanda so far er algjörlega að vinna keppnina yfir skemmtilegasta land afríku.   Í það minnsta í þessari ferð.   En sjáum hvað setur...

16.nóvember 2013

Bátsferð og keyrt yfir miðbaug

Eftir snilldar stopp hjá simpösunum þá var haldið áfram, tók reyndar nokkra skemmtilegar myndir þarn af tjaldstæðinu kvöldið áður.  Þarna voru þrumur og eldingar og ég reyndi eins og ég gat að ná því á mynd.  Náði nú ekki alveg að fanga momentið en þó engu að síður skemmtilegar myndir.

Þegar við héldum þaðan þa þurftum að keyra í góða 10 klukkutíma áður en við vorum komin á næsta stað.   Þjóðgarður hérna sem heitir Queen Elizabeth National Park.   Þara er hægt að keyra um og skoða vilta lífið.   Fórum í tvær ferðir hérna þar sem við keyrðum á trukknum og skoðuðum vilta lífíð.   Flest dýrin voru fannst mér aðeins of langt í burtu.  Þegar maður hefur komið til Serengeti þá einhvernveginn breytist viðhorfið aðeins gagnvart svona ferðum.   Þar fær maður allt alveg beint í æð. í nokkurra metra fjarlægð.   Eftir það er það þannig séð orðið það sem maður vill sjá.

Sáum reyndar nokkra fíla sem voru bara þarna alveg upp að veginum og voru bara þarna að þvælast í kring og enduðu svo á að labba yfir veginn beint fyrir framan okkur.   Það var nú frekar magnað, einn fíllinn var líka með krakka með sér sem var skemmtilegt að fylgjast með.


Næst var haldið í bátsferð með markmiðinu að sjá flóðhesta í lítilli fjarlægð.  Þetta var 2 tíma sigling þar sem við sáum, fíla, krókodíla buffalos ásamt fullt af lóðhestum.   Einnig var gaman að fylgjast með localnum sigla á litlum bátum út að veiða.

Eina sem mér finnst við þessar bátsferðir er að flóhestarnir eru mestmegnis á kafi.  Og bara rétt stinga nefinu á sér upp úr til að fá vatn.   Þar að leiðandi er frekar erfitt að ná einhverjum skemmtilegum myndum af þeim.

 

Engu að síður skemmtileg bátsferð.    Í lok dags héldum við svo heim upp á tjaldstæði, en áður en við komum þangað þá komum við við á stað þar sem miðbaugur fer í gegn.   Svo sem ekkert merkilegt við það en engu að síður þá stoppuðum við þar og tókum nokkrar myndir af skiltinu.

14.nóvember 2013

Chimpazees og maurabit

Megin ástæða fyrir því að koma hérna til Kibale var að hér er gott að fara og heimsækja simpasana.   Hérna þarf maður að sækja um leyfi til að skoða þá með magra vikan fyrirvara þar sem það fá bara 8 göngu hópar að sjá þá á hverjum degi eða um 60 manns.  

Við þurftum að taka daginn snemma þar sem við áttum slott fyrir hádegi þannig að ( as usual ) þurfutm við að vakna 5:45.


Gangan var frekar auðveld,  löbbuðum að leita að þeim í svona 1.5 klst.   Erfiðasta við þessa göngu var satt best að segja allir maurarnir sem eru þarna.   Okkur var skipað að vera í síðbuxum og setja allt ofan í sokkana.   Maurarnir þarna eru nefnilega í það miklu magni að ef þú stoppar eða hreinlega stígur á vitlausan stað þá skríða þeir upp þig allan og hreinlega bíta þig.   Þeir skríða inn undir fötin hjá þér og bíta þig.   Ég lennti tvisvar sinnum í þessu og það var frekar óþægilægt.  Þurfti hreinlega að fara inn á mig og taka í sentimetralangan maur og tosa í hann.  Hann var hreinlega fastur á mér.   Frekar óþægilegt sérstaklega þegar þetta er inn á þér.  Í góðar 20 mínútur eftir þetta fannst mér eins og það væru maurar allstaðar innana á mér.  Sem betur fer eru þeir ekki eitraðir og maður fær engin útbrot af þeim eins og af öðrum bitum.   Eina sem gerist er að þessir maurar eru svo þrjóskir að þegar þú togar í þá á sleppa þeir ekki.  Hausinn slitnar af áður en þeir sleppa takinu.  


En allavega, að labba þarna um frumskóginn og sjá þessa apa  vilta var hreint út sagt ótrúlegt.   Fórum svona í 2 metra fjarlægð.  Magnað að hlusta á þá öskra þarna, klifra í tránum í kringum okkur.  Eiginlega ekki hægt að lýsa þessu.  En það er nó stóra ástæðan fyrir því að maður er að standa í þessu, upplifa svona aðstæður sem er ekki hægt að lýsa á nokkurn hátt.  Meira segja myndirnar ná enganveginn að lýsa þessum aðstæðum.

 

Engu að síður, þá tók ég nú nokkrar :P

12.nóvember 2013

Keyrt til Uganda

Vaknaði mjög ferskur klukkan 6 sjarp um morguninn.  Alveg magnað hvað þessar aðstæður að elta sólarganginn gefa manni góðan nætursvefn.   Auðvitað hljómar það illa að vakna klukkan 6 en mér finnst þetta magnað.  

Græjuðum okkur morgun mat og keyrðum um þjóðgarðinn hérna að skoða vilta lífið.  Svona um það bil 5 mínútum eftir að við yfirgáfum svæðið sem við tjölduðum á þá rákumst við á nokkur ljón liggjandi bara svona 5 metra utan við veginn.    Svona nokkurnveginn 1 km þaðan sem við tjölduðum.  Svona augnablik upplifir maður bara í afríku.


Eftir góða 5 tíma rúnt í þjóðgarðinum þá héldum við ferðinn áfram.  Næst var að fara yfir til Uganda.   Svona 10 km áður en við komum að landamærunum þá byrjaði þvílík bílalest.   En einhverra hluta vegna þá fengum við að keyra bara meðfram henni.    Engu að síður þá tók góðan klukkara að komast að landamærunum.  Og svo annan klukkutíma að komast út úr trafíkinni ugandamegin.   En það var svo sem allt í lagi þar sem það var skemmtilegt útsýni eiginlega allan tímann.  Allskonar litlar búðir, mjög athyglisverð hótel og ýmislegt fleira við hliðina á veginum.


Næsta stopp var svo að keyra til til staðar sem heitir Eldorete.  Þessi staður er þekktur fyrir það að héðan koma flestir verðlauna maraþonhlauparar í heimi.   Hefur mikið með það að gera að þetta er staður í afríku sem er í mikilli hæð.   Við gistum í 2300.   Gat ekki setið á mér við þessar aðstæður annað en að fara út að hlaupa.   Fann þó lítið fyrir hæðinni.   Eina sem var furðulegt við þetta var að allir voru að fylgjast með mér, krakkarnir að hlaupa með mér og rest að veifa eða heilsa.  Beckham moment held ég bara.

Eftir að hafa hlaupið 3 km frá tjaldstæðinu, sólina alveg að setjast þá var ég orðinn frekar hræddur þarna.  Þannig að ég snéri við og sló einhver met í 3000 metra hlaupi.  Þessi staður á að vera alveg öruggur en ég vildi engu að síður vera kominn heim fyrir sólsetur.   Tókst ekki alveg en komst allavega á leiðarenda.


Ekki neitt þannig séð neitt merkilegt gerst síðustu daga en læt þó eng að síður nokkrar myndir fylgja með.

 

Over and out

10.nóvember 2013

Nairobi og nágrenni

Fyrstu 2 dagarnir í ferðinni hafa bara verið nokkuð góðir.  Vissulega búinn að vera frekar þreyttur eiginlega allan tímann.   Var kannski ekkert góð hugmynd að fara ekki að sofa nóttina fyrir flugið.  Endaði á því að vera vakandi í 40 klast án þess að sofa.   


Dagurinn í gær var þó frekar rólegur, bara hitti hópinn seinnipartinn og svo var bara horft á fótbolta og farið snemma í áttinn.  Í morgun var svo ræs 6:30 og keyrðum við einhverja 400-500 km.   Sáum fullt af viltum dýrum og og stoppuðum á flottum útsýnisstöðum.  Komum einnig við í munaðarleysahæli hérna þar sem við lékum okkur aðeins við krakkana þar.   Þeir virtust þó mest hafa gaman að “stóru” myndavélinni minni.


Í kvöld var svo slegið upp tjaldbúðum hérna svona semí út í óbyggðum, en þó vissulega klósett hérna rétt hjá og það að dýrari gerðinni.   Góð hola í gólfinu með tilheyrandi lykt og óþrifnaði, ég notast bara ferkar við “bak við runna aðferðina” :).   

En við erum semsagt hérna í þjóðgarði við Lake Naguru.   Allt í kringum okkur eru vilt dýr.  Hér t.d. á svæðinu sem við tjölduðum hafa verið svona 50 apar eitthvað að þvælast í kringum tjöldin.  

En óhætt að segja að það sé frekar notalegt að liggja inn í tjaldinu og hlusta á náttúru og dýrahljóðin allt í kring.

Um kvöldið var svo bara búinn til varðeldur,


Hef þetta ekki lengra í bili.  Læt myndirnar bara tala sínu máli í staðinn :)

9.nóvember 2013

Gorillas 2013

Næstu daga mun ég verða á ferðalagi um Kenya, Rwanda og Uganda.   Um er að ræða svona trukkaferð þar sem ég mun gista í tjaldi mest allan tímann.   


Var rétt í þessu að klára að pakka, enda ekki seinna vænna.  Pickup eftir 30 mín.   tæplega 3 vikna tjald / útilegu ferð í flugfreyjutösku.   Geri aðrir betur.   Þess má geta að það er svefnpoki ásamt, flug uniform, spariskór og gönguskór í þessari tösku :)


Mun reyna vera sem duglegastur að posta myndum hérna.


Over and out

8.nóvember 2013

Bloggið endurvakið

Jæja


Þá er best að endurvekja þessa síðu aftur eftir árs fjarveru eða svo.


Búinn að vera á talsverðu flakk á árinu og því kannski kominn tími til að greina eitthvað frá því

hérna.   Fór um tíma til Hollands og ætlaði aldeilis að kenna þeim að framleiða hugbúnað.   Það var bara enn ICE-SAVE reykur yfir landinu og þeim ekki við bjargandi.  Það ævintýri var því styttra en við var búist.


Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.


Í framhaldi af Hollandsævintýrinu þá bauðst mér ansi spennandi tækifæri.  Vinna í tölvudeild Air Atlanta út í Jeddah - Saudi Arabíu.

Mörgum gæti þótt undarlegt að vinna í Saudi Arabíu sé spennandi.  En in end of the day þá er þetta svakalega góð reynsla og spennandi verkefni.   Svo skemmir nú ekkert fyrir að það hefur sína kosti að vinna fyrir flugfélag.  Sérstaklega þegar maður er með ferðalaga-bakteríu á háu stigi.  

Meira um það síðar. . .


Læt hér fylgja nokkra myndir frá frá flakki fyrr á þessu ári.  Aðalega þó Hollandi, Færeyjum og París.   Smellti einnig inn færslum frá Hong Kong / Phuket ferðinni í sumar, Afmælisferðinni til Surubaya já og svo Air Atlanta fótbolta ferðinni til Austurríkis.

4.október 2013

Afmælisferð til Surubaya

Með stuttum fyrirvara var ákveðið að Hoppa í helgarferð til Indonesiu.   semsat 2x 11 klst flug og stopp í 3 nætur :)


Ágætis tilbreyting svona í tilefni afmælisins.   Var nú svo sem ekki mikið gert þarna annað en að fagna afmælisdeginum.   En þó tekinn einhver smá túristi.  Bara voðalega takmarkað sem þessi borg hefur upp á að bjóða…

19.september 2013

Lufthansa Cup 2013

 

Air Atlanta tekur þátt á hverju ári í fótboltamóti sem Lufthansa stendur fyrir.   Allt eru þetta fyrirtæki sem á einn eða annan hátt tengjast Lufthansa.   Fyrirtækin skiptast svo á að halda mótið.   Að þessu sinni var það haldið í Vínarborg.


Ég lét nú ekki segja mér þetta tvisvar.   Reimaði á mig skóna, upp í cargo og mættur til Vín med det samme.  


Þetta var semsagt hraðmót 10 lið sem spiluðu fyrst í 2 riðlum og svo úrslitakeppni.  Allt spilað á einum degi.

Við vorum að mínu mati með besta liðið þarna.   Töpuðum þó úrslitaleiknum á mjög vafasömum vítaspyrnudóm á lokamínútu leiksins.   Þarf nú ekki að koma neinum á óvart að við vorum að spila á móti heimamönnum hjá AustriaAir þar sem dómarinn var besti vinur leikmannsins sem fiskaði vítið.   EKKI TIL BITURLEIKI HÉRNA, ekki einu sinni smá :O


Engu að síður, svakalega skemmtileg ferð.  Kom við í Amsterdam á leiðinni uppeftir og svo Frankfurt á leiðinni niður eftir.

14.júní 2013

Hong Kong og Phuket

Fyrsta fríið eftir komu mína hingað til Jeddah.   Við Doddi hoppuðum upp í cargo vél og fórum fyrst til Hong Kong.   Gott 10 tíma flug þar sem ég náði nú að sofa að ég held svona 8 tíma :).   


Eftir stutt stopp í Hong Kong var hoppað yfir til Phuket í Tælandi.   Lærði að kafa rétt við Phi Phi eyjuna frægu.   Lengi vel verið ætlunin að læra að kafa og eiginlega alveg ótrúlegt að ég hafi fyrst þarna klárað málið þarna.   


Svo var bara restinni af tælandsdvölinni eytt í að skoða mig um á vespu, kafa og svo að sjálfsögðu eitthvað aðeins kíkt út á lífið.


Í bakaleiðinni var svo stoppað aftur í Hong Kong og tekinn smá túristi þar.


Læt myndirnar bara sjá um rest…

29.júlí 2012

Cape Town

12 tíma flug til London framundan og ég engannveginn tilbúinn að fara heim L  En svona er þetta, það þarf víst að vinna fyrir þessu líka.  

 

 

Annars þá hafa síðustu dagar hérna í Cape Town verið mjög fínir.   Búinn að skoða borgina ágætlega og fara í fjallgöngu upp á Table Mountain sem hefur klárlega verið hápunkturinn hérna hjá mér í Capetown.  2.5 tíma fjallganga upp segja þeir.   Tæklað á 45 mínútum J.   Frekar erfið ganga samt.  Mjög bratt en rosalega flott útsýni á leiðinni.

 

Annars þá  fýlingurinn í borginni er engann veginn eins og að vera staddur í afríku.   Miklu meira eins og að vera einhversstaðar í evrópu.  Mjög hrein og fín og maður hefur engann veginn á tilfinningunni að maður geti verið rændur hérna, allavega ekki hérna miðsvæðis þar sem ég er.    Veðrið hérna nokkurnveginn eins og það er á íslandi.   Já eða á góðum sumardegi á íslandi.   15-20 stiga hiti á daginn og jakkaveður á kvöldin. 

 

En allavega, ætla stökkva upp í rútu út á völl

25.júlí 2012

Suður Afríka here i come

Jæja þá ferðinn að styttast, nokkrir dagar eftir.   Frekar leiðinlegt verð ég að segja.   Get enganveginn sagt að ég sé tilbúinn að yfirgefa Afríku.  Gæti verið hérna í ár í viðbót.  

 

En svona er þetta, lítið við því að gera.  Síðustu 2 dagar hafa verið langir keyrslu dagar í gegnum eyðimörkina í Namimbíu.   En er kominn núna á landamæri Namimbíu og Suður Afríku og er planið að smella sér yfir landamærinn á morgun og taka rútu niður til Capetown.   Skemmtileg 16 tíma rúta framundann.   Þarf að vakna 4:30 í nótt til að ná henni.   Vohúuuuu

 

Það markverðasta síðustu 2 daga hefur verið að skoða Fish River Canyon sem er annað stæðsta gljúfur í heimi á eftir Grand Canyon í Bandaríkjunum.   Myndi segja að upplifuninn af þessu hafi verið nokkuð svipuð og þegar ég var í Grand Canyon.  Frekar erfitt að bera þau saman.   Grand Canyon hefur þó vinninginn en held það sé einungis vegna þess að ég sá það við sólsetur sem gerði það meira litríkt. 

 

En eins og ég segi þá var þetta mjög magnað og eiginlega enganveginn hægt að fanga þetta á mynd.   Gerði þó mitt besta og smellti af einhverjum 500 myndum :P

 

Svo gistum við líka á nokkuð flottum stað hérna út í óbyggðum.   Flott vatn og það var frekar töff þegar sólin var að setjast og svo morguninn eftir þegar sólin var að koma upp.

 

Þurftum svo í dag að hjálpa öðrum trukki sem hafði orðið olíulaus á vegi þar sem basicly enginn keyrir á.  Þau voru búinn að bíða í 2 tíma eftir að einhver kæmi.   Voru voðalega ánægt þegar við gátum selt þeim olíu.

 

Annars er það bara Suður Afríka á morgun og einhver læti í Cape Town.

 

 

23.júlí 2012

Swakomond og Dune 45

Eftir 6 vikur stanslaust í tjaldi þá keyrðum við inn í Swakomond sem er strandstaður hérna í Namimbíu.  Þarna vorum við búinn að bóka 3 nætur á hosteli.   ÉG var búinn að bíða spenntur eftir þessum stað í töluverðan tíma, ekki vegna þess að þarna þyrfti ég ekki að sofa í tjald enda líður mér voðalega vel í tjaldi út í náttúrunni.   Nei þarna er hægt að fara í fallhífastökk :P

 

Vorum 14 saman sem fórum að stökkva,  kom mér svolítið á óvart hvað margir skráðu sig, svona í ljósi þess að það þorði eiginlega enginn í teyjustökkið.   Stökkið var úr 10.000 fetum og einhverjar 40 sek í frjalsu falli.  Eini parturinn eiginlega af þessu sem var eitthvað stressandi var sjálf flugferðinn upp í 10.000 fet.   Svona í ljósi þess að þetta var svona pínulítil vél, bara sæti fyrir flugmanninn.  Rýumið fyrir aftan var fyrir 4 og þurftum við allir að setja á gólfinu.  Og maður var ekki fastur við neitt, já og það var engin hurð á henni.   Myundavélamaðurinn sat bara þarna á bríuninni í hurðinni.  Enn eitt atriðið sem er held ég hvergi hægt annarsstaðar en í afríku.

 

Stökkið sjálft var nkvæmlega ekkert mál.   40 sek af frjálsufalli og svo sveif maður þarna í einhverjar 5-10 mínútur.  Manni  eiginlega lanbaði bara að fara strax upp aftur.

 

Fór svo í fjorhjólaferð hérna um eyðimörkina,   voðalega flott útsýni  um eyðimörkina.   Frekar rólegt samt fyrir minn part.   En það er nátturulega voðalega erfitt að hafa eitthvað action í þessu þegar ég var eini í hópnum sem hafði einhverja reynslu af svona.  Hélt mig bara aftast og djöflaðist á hjólinu.

 

Annað sem hefur verið að gerast síðustu daga.   Stoppuðum hérna á Cape Cross sem er staður þar sem er þvílíkt magn af selum.  Eiga að vera einhver 1.2 miljón að selum þarna á svæðinu.  Lítið spenanndi fannst mér  en eflaust skemmtilegt fyrir þá sem hafa ekki séð seli.

 

Svo stoppuðum við eina nótt hérna á stað sem heitir Sesserium,  þar sem eru helling af svona risastórum sandhólum.   Stoppuðum við þann sem er frægastur og með þeim stæðstu.   Það var að sjálfssögðu ekki hægt að stoppa þar án þess að hlaupa upp á hann.   Það var nú erfiðara en maður hefði haldið.

 

Að öðru leyti þá hefur Namibía svolítið einkennst af því að smakka skemmtilegar steikur.   Hef verið að borða Antilópur, Oryx sem er eitthvað svipað og antilópa, Springbok, Sebrahest og Strút.   Sebrahesturinn hefur klárlega sigurinn þar, snilldar steik þar á ferð.   Nautasteik á sterum held ég að sé ágætis lýsing á henni.

19.júlí 2012

Cheetha Park og Spitzkoppe

Eftir nokkra tíðndalitla daga þá endaði það loksins með þvi´að við gerðum eitthvað skemmtilegt.  Stoppuðum hérna á stað sem kallast Cheetha park.  Þar getur maður fengið að sjá Cheetha kettina.  Þau eru með 3 ketti sem hafa verið aldir upp sem húskettir þannig að þeir eru gæfir og maður getur fengið að klappa þeim og allt sem ég að sjálfssögðu gerði.  Voru meira segja með kettlinga sem voru ansi sætir.

 

Eftir að hafa klappa og knúsað þá þá héldum við svo út fyrir afgirta svæðið þar sem við fengum að fylgjast með því þegar þeir gáfu viltum Cheetum að borða.  Vorum basicly upp á pallbíl seð smá rimlum í kring og þeir köstu kjöti til þeirra og þeir rifust um það.   Ansi magnað að sjá þetta verð ég að segja.

 

Eftir gott stopp á Cheetha park var svo ferðinni heitið hérna á stað sem kallast Spitzkoppe sem er bara svona frægt fyrir að menn tjalda og gista úti undir berum himni.  Þessi staður er eiginlega í miðri eyðimörkinni hérna en þá er eitthvað að gróðri hérna og hólum.   ÉG og 2 aðrir fórum svo í góða fallgöngu upp á hæðsta hólinn hérna. 

 

Next up:  Swakamond og eitthvað adranalín fyllerí þar J

 

17.júlí 2012

Namibía

 

Þegar þetta er skrifað þá sit ég hérna í trukknum kl 5:30 að morgni.  Hitastigið er um frostmark.  Já það er um frostmark og ég er enn í afríku.   Sólin er við það að koma upp og þá hitnar nú fljótlega.  Engu að síður þá einhvernviginn þegar maður hugsar um afríku þá kemur nú ekki alveg upp í huga mans að hitastigið geti yfir höfuð farið í frostmark.

 

En allavega, þá hafa síðustu dagar verið frekar tíðinalitlir.   Við yfirgáfum jú Botswana og héldum yfir til Namimbíu.  Landamæri sem undir flestum kringumstæðum eiga að vera með þeim þægilegustu í afríku en engu að síður þá lentum við í vandræðum.  Almok og Naom parið frá Ísræel var hafnað um vegabréfsáritun inn í Namimbíu.  Því þurftum við að skilja við þau þarna.  En þau ætla redda vísanu og hitta á okkur svo eftir nokkra daga.  Vonum bara að það gangi allt eftir.

 

Fyrstu dagarnir í Namimbíu hafa farið mestmegnist bara í að keyra  enda langt í næsta almennilega stopp hjá okkur.  Gistum reyndar hérna við eitthvað risastórt 3000 ára gamalt tré.  Svo keyrðum við í gegnum Etosia þjóðgarðinn þar sem er mikið vilt dýralíf.  Öll „The Big 5" nema Buffalo.  Þannig að þarna eru vilt ljón, fýlar, flóðhestar, nashirningar gíraffar, tígrisdýr svo eitthvað sé nefnt.  Fyrsti þjóðgaðurinn sem við höfum getað fengið leyfi til að keyra trukknum í gegn.  Hingað til höfum við alltaf þurf að bóka okkur inn í svona „safari" ferðir til að sjá dýralífið.   Máttum þó ekki fara út úr trukknum neinnsstaðar.   Langaði mest að sjá Nashirninga og Flóðhesta enda eru það þau dýr sem ég hef séð sjaldnast í þessari ferð.  Varð þó ekki að ósk minni L

 

Um kvöldið inní þessum þjóðgarði stoppuðum við svo við svona vatnsból þar sem er búið að gera svona leyni útsýnispall sem er girtur af.   Mjög vinnsælt að fólk sofi þarna úti og freysti gæfunar að sjá dýrin koma þarna og fá sér vatn eða sundsprett.  

 

En svo í ljósi þess að það er nátturulega hávetur hérna þá eru ekki margir sem treysta sér í að sofa þarna úti.   Einungis ég og ein önnur stelpa létum okkur hafa það.  Fór niður í frostmark þannig að þetta var nú ekkert svo slæmt.  Sáum þarna fýla, tígrisdýr, apa og fleira koma að vatnsbólinu.  

 

 

13.júlí 2012

Kasane Thebe River camp og Okavana Delta

Eftir gott stopp í Vic falls þá var haldið inn I Botswana.  Fyrsta stopp hjá okkur var á stað alveg við Thebe ánna.   Ansi skonið þar sem það er ansi mikið vilt líf í ánni.   Þá eru rafmagnsgriðingar og gaddavíragirðingar allt í kring.   Og okkur var bannað að fara út fyrir girðinuna eftir að það kom myrkur.

 

 

Fórum svo í fljótasiglingu þarna um fljótið þar sem við sáum einhverja krókódíla, fýla og flóðhesta.  Já og nátturulega slatta af öðrum dýrum.  Hápunktur ferðarinnar var svo klárlega að taka sólseturmyndir með fýla í forgrunni.   Annað hafði maður nú séð ansi oft í þessari ferð.

 

Svo var bara haldið hérna í átt að Okavango Delta.   Þar fórum við í 3 daga ferð út á Delta fljótið.  Sigldum á svona 3 manna kayökum.   Já eða við sátum og gerðum ekkert og svo var einn gaur í hverjum bát sem á um allt púlið :S.   3 tíma sigling þarna í gegnum ánna.   Ekki alveg staðurinn sem fólk sem er hrætt við flugur og kóngulær ættu að fara á.   Þar sem maður er að sigla í gegnum eiginlega svona fljótagras allan tíman sem er hærra en báturinn og því er maður með kóngulóavefi og pöddur all over eiginlega allan tímann.   Bátsferðin var þó mjög skemmtileg og flott útsýni.

 

Svo tjölduðum við þarna á eyju út í óbyggðunum þar sem eru fullt af villtum dýrum.  Fýlum, flóðhestum, sebrahestum, gíröffum og ljónum svo eitthvað sé nefnt.   En það voru nátturulega einhverjir 10 local gaurar þarna  með okkur þannig að þeir sáu um það að við vorum ekki í neinni hættu.   Máttum þó ekki labba  10 metra frá því sem við tjölduðum án þess að fá fylg með þeim.   Sérstaklega eftir að það var komið myrkur.

 

Þarna vorum við í 3 daga og var eiginlega bara svona afslöppunartími.  Ekki mikið að gera þarna annað en að labba um og horfa á dýralífið.   Synda í fljótinu og svo liggja bara í sólbaði.

 

Erfiðasti parturinn við þetta var svo að þurfa að elda þarna ofan í 20 manns á varðeldi þar sem við vorum með mjög takmarkaðan elshúsbúnað.    Ég var svo heppinn að annan daginn þá þurfti ég að elda, já eða ég og 2 aðrar stelpur.  Tælkluðum það bara þannig að við gerðum bara grillaðar/bakaðar kartöflur með einhverri kjötsósu.  Heppnaðist bara ansi vel og allir voru ánægðir.  Óþægileg tilfinning samt að vera elda þarna á miðjum varðeldi með alla sitjandi í kringum sig og stara á sig allan tímann.

 

Næstu  2 dagar fara svo í að ferðast um sveitir Botswana og gista bara einhversstaðar við þjóðveginn.   Svo förum við inní Namimbíu. 

8.júlí 2012

Vic Falls

Þegar þetta er skrifað þá er ég í þann veginn að leggja af stað frá Vic Falls.  Það er óhætt að segja að maður hafi nýtt tíman til botns hérna  enda er buddan nánast tóm eftir þetta 4 daga stopp hérna.

 

Það var nátturulega algjört forgangsatriði hjá mér að fara og skoða fossana bæði Zimbabwe hlutann og einnig fara yfir til Zambíú meginn.   Fossarnir eru alveg magnaðir  og eru að mínu  mati fallegri Zamíbíu megin.  Samt frekar erfitt að skoða þá þar sem maður er eigninlega bara í sturtu allan tímann  og mjög erfitt að ná einhverjum myundum þarna án þess að eyðileggja myndavélina.   Náði þó að taka einhverjar.      Fór svo út á eyju alveg út á brúininni á fossunum Zambíu meginn.  Þar er hin fræga „The Devils Pool" þar sem maður getur synt alveg út á brún á fossunum og horft framaf.  Var reyndar of mikið vatn í ánni til að það væri óhætt að fara út í .  Fengum þó tækifæri til að fara alveg fram á brún og synda í ánni þarna nánast alveg fram á brún.   Þetta er eitthvað sem maður fær hvergi að gera annarsstaðar en í Afríku.  Basicly hoppa þarna um alveg út á brún fram af 100 metra háum fossum.

 

Ég og 2 aðrir fórum svo í rafting ferð þarna um Zambezi ánna sem er áin sem fossarnir eru í .  Að fara í rafting er nátturuelga alltaf snilld.   En að gera það í þessu umhvefi er alveg magnað.  Fyrir þá sem það ekki vita þá er nátturulega talsvert magn af krókódílum í ánni.  Sáum meira segja einn á meðan við vorum að róa þarna milli flúða.   En engu að síður þá er maður ekkert í ógurlegri hættu þótt þeir séu þarna.

 

Hápunktur stoppsins þarna í Vic Falls var svo þegar ég fór í teyjustökk fram af brúnni þarna.   Eitthvað sem ég bjóst aldrei við að ég myndi gera.   Brúin er semsagt í sirka 120 metrahæð yfir gilinu.  Það er alveg óhætt að segja að það hafi farið furðuleg tilfinning um mann þarna þegar maður labbaði út á brúnna vitandi að maður væri að fara stinga sér þarna framaf í teyju.  Keypti 2 stökk ásamt einhverju svona „slide".   Fyrst var það sjálft teyjustökkið.   Þurfti að bíða í svona 10 mínútur áður en það kom að mér.    Erfiðasti parturinn við þetta var eiginlega efti r að það var komið að mér og á meðan þeir voru að græja búnaðinn á mann.   Þarna sat maður meter frá brúninni og gat horft niður í gegnum gólfið og niður í gilið.  Þeir reyndar sögðu manni að horfa ekki niður til þess að verða ekki hræddur.  En ég vildi fá alveg full effect út úr þessu þannig að ég bara horfði samt.   Þegar búnaðurinn var svo kominn á mann þá þurfti maður að hoppa jafnfætis út á brún og svo stinga sér framaf.  Á þessum tímapunkti var ég eigninelga bara orðinn spenntur og vildi bara ljúka þessu af.  Þetta var hreint út sagt alveg svakaleg upplifun og eiginlega um leið og ég var kominn upp þá langaði mér bara að fara aftur.

 

Eftir teyjustökkið þá tók ég annað stökk sem er svona róla og er frá sama stað.  Þá var spottinn í beltinu í staðinn fyrir löppunum.   Tilfinningin var aðeins auðrvísi þar sem maður sá ekki það sem var fyrir neðan. 

 

Eftir þessi 2 stökk endaði ég svo á því að renna mér á svona línu þarna yfir gilið.   Gerði ekki mikið fyrir mann eftir að hafa tekið þessi 2 stökk á undan.

 

Fórum svo út að borða á veitingarstað sem sérhæfir sig í að matreiða villibráð hérna frá afríku.   Smakkaði krókódíl, eland, warhawk, buffalo, sirloin og eitthvað fleira.   Var merkilega gott bara allt saman J

 

Enduðum svo gott stopp þarna í Vic Falls á því að fara á pubba rölt þarna og fara á Casinoið þarna.  

4.júlí 2012

Antilope Park og Bulaweyo

Undanfarna daga hef ég verið hérna á stað í Zimbawe sem kallast Antilope Park.  Þessi staður gengur út á það að rækta ljón og sleppa þeim út í nátturuna þar sem ljón eru í mikilli útrýmingarhættu hérna sökum einhverrar veiru sem þau vel flest hafa.  Síðustu 10 ára hafa ljónunum fækkað um 80%.  Antilope park er semsagt að reyna rækta upp ljón sem eru ekki sýkt og koma þeim út í nátturuna.   Allt þetta kostar nú slatta af peningum og því trekkja þeir túrista að og leyfa þeim að upplifa hluti með ljónum.

 

Það fyrsta sem ég gerði þarna var að ég og nokkrir aðrir fórum út í göngutúr með 2 ljónum.   Þetta var nokkurnveiginn eins og maður væri að fara út með hundinn sinn.  Ég gat setist hjá þeim, klappað þeim haldið í skottið á þeim svo eitthvað sé nefnt.    Við vorum meira segja mjög heppinn því þarna í miðjum göngutúrnum sér annað ljónið Antilópu þarna og eltir hana uppi.  

 

Annað sem ég gerði var að ég fór og sá þegar þeir gefa ljónunum að borða.  Þá er semsagt mat stillt upp inn í afgirtu svæði.  Við vorum semsagt svona 50cm frá matnum hinumegin við girðinguna.  Svo var sleppt nokkrum ljónum inn.  Þá hefst mikð kapphlaup hjá þeim að matnum.  Þetta gera þeir meðal annars til þess að komast að því hvert ljónana hefur mesta yfirburði.  Verð að segja að þetta er eitthvað það magnaðasta sem ég hef séð á ævinni.

 

Svo þriðja og síðasta sem ég gerði þarna á Antilope Park var að ég fór út í svona Nætur safarí.  Þar sáum við ljónin veiða sér til matar.  Það var reyndar nánast ómögulegt að mynda þetta þar sem það var komið myrkur en ég náði þó einhverjum þolanlega skýrum myndum af þessu.

 

Haldið til Vic Falls með viðkomu í Bulawayo.  Þar fór ég inn í þjóðgarð þar sem ég gat fengið að sjá nashirninga út í nátturuinni.   Þarna á þessu svæði er vitað að það eru allavega 15 nashirningar og ég náði að sjá 5 af þeim.  Komumst alveg upp í svona 15 metra fjarðlægð frá þeim.

 

Jæja nóg af viltum dýrum í bili.

 

Up next.  Victoria Falls :P  Það verður eitthvað


PS.   Ég veit að fullt af fólki hefur verið að óska eftir að ég setji inn video á vefinn.  Málið er bara að hér í afríku virkar internetið álíka og það gerði 93 á íslandi.  Semsagt við erum að nota í flestum tilvikum mjög hægvirkt modem dæmi.   Það að hlaða upp 50 myndum í mjög lélegri upplausn er að taka um 2 klst.   Því miður þá nenni ég ekki að eyða dýrmætum tíma hérna í að hlaða upp risastórum videoum.   En ef ég kemmst í gott internetsamband þá er ég með tugi gígabæta á ferðavélinni J 

 

29.júní 2012

Chimanimani og The Great Zim

„Ræs 5 að morgni" er bara orðið normal hjá manni núna.   Líkams klukkan er nokkurnveginn orðin stillt inn á það enda er það tíminn sem við vöknum á ansi oft.   Normið í svona trukkaferðum er yfirleitt þannig að allir vilja upplifa sem mest og sjá sem mest.   Því er reynt að elta sólarganginn.  Á þeim dögum sem við erum að keyra þá er aldrei lagt af stað seinna en 7 enda kemur sólinn upp hérna um það leiti.   Algengast er að við séum að leggja af stað 6:30 en þá á maður eftir að gúffa í sig morgunmat og pakka tjaldinu og tilheyrandi niður.

 

En hvað um það, hvað er maður nú búinn að vera bralla undanfarið.   Eftir Mosambík þá keyrðum við inn í Zimbabwe.  Þá fór umhverfið að breytast svolítið mikið miðað við það sem á undan hefur gengið.  Meira um fjöll hóla og hæðir.  Í fyrstu var mikið af svona hólum sem litu út eins og risaskjaldbökur.  Enþví lengar sem við keyrðum þá fór bara að vera meira af stórum fjöllum enda var það ætlunin að keyra inní hálendi Zimbabwe.  Fyrsti áfangastaður var hérna rétt hjá þjóðgarðinum Chimanimani í 1600 metrum yfir sjávarmáli.  Þarna var hitastigið komið í eitthvað sem mér þykir þægilegra.  Góðar 17 gráður eftir sólsetur og lækkaði sjást eitthvað meira en nóttina.   Fyrsta nóttin sem ég yfir höfuð notaði svefnpokann minn.  Hingað til þá hef ég bara breytt úr honum á dýnuna og sofið ofaná honum.  Að þessu sinni notaði ég hann bara sem sæng.

 

Spurnign hvort ég þurfi ekki bara að leggja svefnpokanum því daginn eftir þegar við vöknuðum þá voru 2 einher risa skordýr skríðandiá svefnpokanum.  Litu nokkurnveginn út eins og skríðandi geitungar.  ÉG var nú svo sem ekkert að kippa mér neitt ógurlega upp við þetta.  En Will, strákurinn sem deilir tjaldi með mér hann ósjálfrátt greip skóinn sinn og kálaði þeim um leið.   

 

Eftir þetta ævintýri þá vorum við orðinir nokkuð seinir í fjallgöngu sem við vorum búnir að bóka okkur í.  Hún byrjaði nokkuð skemmtilega.  Transportið sem kom og sótti okkur um morguninn var svona lítill pallbíll.  Og þar áttum við 16 að komast fyrir sem við reyndar gerðum.  Endaði með því að ég og einn annar þurftum nokkurnveginn að sitja ofana á þakinu á bílnum.  Maður hefur nú reyndar séð localinn nýta bílana svona en ekki bjóst ég  nú við því að ég myndi taka þátt í svoleiðis sjálfur. 

 

Fjallgangann er semsagt um þjóðgarð sem heitir Chimanimani natioal park og er ansi flottur.  Byrjuðum á því að keyra upp í svona 2500 metra hæð upp í basecamp.   Svo var þetta 8 tíma fjallganga og myndi halda að við höfum labbað hæðst upp í svona 3500-4000 metra hæð.  En þetta var 20 km í heildina.  Landslagið var ansi flott þarna og enduðum á því að labba upp að fallegum fossi og svo í kjölfarið að einhverjum paradísarpolli þar sem ég og nokkrir tókum sundsprett í ískölduvatninu.  Svo var bara haldið aðra leið til baka.

 

Annað sem við höfum skoðað er að eftir fjallgönguna þá var ákveðið að skella sér í „hot water spring" sem var þarna rétt hjá.  ÉG hafði einhvernveginn væntingar um að þetta væri eitthvað svona líkt og bláa lónið eða eitthvað.   En var svo bara pretty much sundlaug með heitu vatni.  Væntanlega kemur vatnið upp úr jörðinni.  En hvað um það, restinu af liðinu fannst þetta alveg magnað.

 

Svo skoðuðum við „The Great Zim" sem er gömul steina borg þar sem kóngurinn bjó.  Þegar maður er búinn að sjá Machu Pichu, Angkor Wat Effes svo eitthvað sé nefnt þá þarf nú ansi magnaða staði til að maður sé eitthvað ógurlega spenntur.  En hvað um það, þetta var ágætis 2 tíma ganga þarna um.

 

25.júní 2012

Mósambík og Zimbabwe

 

Jæja þá er maður kominn til Zimbabwe og er staddur í höfuðborginni sem er Harare.  Frekar vestræn borg og einhvernveginn hefur voðalega lítinn afríkubrag yfir sér.   Allavega ekki hérna miðsvæðis þar sem ég er staddur.  Sem er svo sem ágætt þar sem maður hefur verið á frekar frumstæðum stöðum undanfarið.

 

Eftir gott stopp við Lake Malawi þá var ferðinni heitið hingað til Harare.   Reyndar kvöldið áður en við lögðum af stað þá fór ég og nokkrir aðrir „út að borða" í lítið frumstætt þorp þarna rétt hjá.    Semsagt fórum heim til fjölskyldu þarna og fengum að borða með þeim.    Það var frekar áhugavert að upplifa það já og líka að smakka það sem fátæk fjölskylda frá afríku borðar.  Það sem við fengum var einhverskonar bauna-kartöflusúpa.  Og svo Spínat, hrísgrjón og baunakássu.  Get nú ekki sagt að þetta hafi verið besti matur í heimi en alveg ágætur samt.   Eftir matinn sungu krakkarnir og dönsuðu fyrir okkur og það endaði með því að maður var dreginn upp þvi krakkarnir vildu kennan okkur dansana.

 

Það sem er frægast við þetta litla þorp er að Madonna á víst að hafa ættleitt krakka þaðan.   Segir mér svo sem ekki neitt en liðinu sem var með mér fannst það voðalega magnað.

 

En allavega þá leiðin næst hingað til Harare. Fyrst stoppuðum við í 2 nætur  í höfuðborg Malavíu Lilongwe.   Gerði lítið þar annað en að horfa á fótbolta og taka því rólega.   Enda er þessi borg ekkert sérstaklega spennandi.  Þó nú samt smá túrista rölt þarna í gegnum miðbæinn og local markað þarna.

 

Eftir Lilongwe þá þurftum við að keyra í gegnum Mosambík til að komast til Zimbabwe.  Stoppið í mosambík var bara 2 dagar en við náðum þó að sjá slatta þar sem við keyrðum í gegnum eiginlega allt landið.   Stoppuðum á vinsælum stað þar sem fólk bara borðar kjúkling grillaðan að hætti heima mann og djústeiktar kartöflur með.    Að öðru leiti þá vorum við mestmegnis bara á sveitarvegum.   Gistum svo bara út í sveit, keyrðum bara útfyrir og tjölduðum í kjarri þarna.   Varðeldur og svo bara legið og skoðað stjörnurnar og spjallað fram eftir kvöldi.  

 

Semsagt síðustu dagar hafa mestmegnis farið í það að keyra og horfa á fótbolta á kvöldin.

 

 

20.júní 2012

Lake malawi

Nú er ég kominn til Lake Malawi eftir 3 langa keyrslu daga.  Byrjuðum á því að keyra í einhverja 10 tíma og tjölduðum út í óbyggðum.  Vorum ansi lengi að finna góðan stað til að stoppa á en það hafðist á endanum.  Daginn eftir eða á 17 júní þá keyrðum við alla leið að Malawi vatninu.  Tjölduðum þar á strönd og höfðum það bara kósý frameftir degi, spiluðum strandblak.  Um kvöldið var svo að sjálfsögðu haldið uppá 17 júní og flestir í hópnum tóku þátt í því J

 

Eftir góðann 17 héldum við svo áfram á stað sem kallast KandeBeach sem er þvílíkt flottur svona strandarstaður hérna alveg við vatnið.  Þar gistum við í svona Bungalow alveg á stöndinni.   Þvílíkt flott.

 

Keyptum heilt svín og grilluðum það í heilu lagi á teini.  Tókeinhverja 7 tíma aðgrillastí gegn og var bara alveg þvílíkt gott.  Græjuðum einhverja 30 lítra bollu og spiluðum allsskonarleiki fram eftirdegi.

 

Um kvöldið var svo ansi skemmtilegur viðburður.   Daginn áður höfðu allir þurft að kaupa „fanncy dress"  handa annarri manneskju í hópnum.  Og svo þurfti maður að vera í þeim fötum allt kvöldið.  Ég að sjálfssögðu fékk eitthvað mini-pils og einhvern mini topp.   Ekki séns að ég hefði látið hafa mig út í þetta heima á klakanum en það var svo sem ekki margt annað í stöðunni hérna annað en að segja bara fuck it og láta sig hafa það.

 

Annars gistum við hérna á kande beach í 3 nætur og er planið að fara að snorkla núna á eftir, heimsækja eitthvað afríku þorp hérna rétt hjá já og fara 2-3 út að hlaupa á ströndinni.

16.júní 2012

Zanzibar hvatt og haldið til Malawi

Ræs 5.30, útúr bitinn, ónýtur í maganum og 10 tíma rútuferð framundan og já þunnur.  Svona vaknaði maður síðustu nóttina á Zanzibar.   Ég veit ekki hvað ykkur finnst, but im loving it :)

 

Eftir snilldar dvöld þarna á norðuströnd Zanzibar þá var haldið niður til Stone Town og stoppað þar í eina nótt áður en haldið var aftur yfir á meginlandið.   Einu plönin sem ég hafði þarna var bara að ljósmynda eitthvað og kíkja á Fiskmarkaðinn fræga um kvöldið.  Endaði á því að vera hinn fínasti dagur enda skemmtilegur bragur yfir miðbænum og verslunargötunni þarna.  Maður nátturulega endaði svo með eitthvað drasl sem maður keypti  þarna.  Zanzibar fótboltatreyju og útskorna myndaramma.  Sjáum svo bara til hvort  maður yfir höfðuð nenni að standað því að að koma þeim heim já og ef þeir yfir höfuð lifi það af.

 

Kíkti svo á heimavöll Freddi Mercury en hann ólst upp á Zansibar og bjó þar eitthvað fram á táningsaldur.  Vissulega eru einhver nokkur hús sem halda því fram að þau séu húsið  hans.  Anyhow, ég fór þá allavega inn í eitt þeirra.

 

Um kvöldið var svo farið á fiskmarkaðinn niður við sjávarsíðuna.   Þar eldar locallinn smárétti ofan í liðið.   Maður getur valið úr óteljandi fisktegundum og ýmsu örðu líka eins og t.d. Zanzibar pizzuna. 

 

Þetta er kannski ekki alveg það sem maður á að láta ofan í sig enda er þetta allt svona götumatur sem margir ferðalangar reyna nú að sniðganga til að fá ekki í magan.  En ég neyta að taka þátt í svoleiðis.  Enda er allt svona stór partur af upplifuninni sem ég vill fá í hverju landi.  Viti menn, get nú ekki sagt að ég hafi verið sá ferskasti í maganum daginn eftir.  Kenni bjórunum sem ég drekk eftir matinn bara um það J

 

Næstu dagar munu svo fara í það að keyra frá Tansaníu og keyra til Lake Malawi,   ætli maður neyðist ekki til að vamla eitthvað í þessu blessaða vatni, allavega svona fyrir Tona.  Efast þó um að ég nenni að fara kafa en við sjáum til.  Netið þar er víst mjög dýrt ( 10 dollarar fyrir klukkutímann ) þannig að það gætu liðið nokkrir dagar í næstu færslu.

 

13.júní 2012

Zanzibar

Þegar þetta er skrifað þá sit ég á bar hérna á ströndinni á Zanzibar.   32 stiga hiti og sól.   Þessi staður er alveg magnaður í alla staði.  Þvílíkt flottar strendur og og bara flott hvernig veitingarstaðirnir eru alveg við ströndina.

 

Búinn að vera hérna í afslöppun undanfarna 4 daga.  Lítið ert þannig séð annað en að hanga bara á ströndinni.

 

Leigði mér reyndar bíl hérna fyrsta daginn og keyrði alveg niður á hinn endan á eyjunni þar sem „The Rock Resturant" er.  Hefur lengi verið draumur hjá mér að fara þangað alveg síðan ég fór að skoða afríku og zanzibar.  En bara hann er staðsettur alveg neðst á eyjunni á meðan við erum hérna þar sem allir túristarnir fara sem er alveg efst.   

 

Þetta var einhver 2 tíma akstur niður eftir og svo stoppaði ég þar í klukkutíma og svo var keyrt aftur til baka.   Sá í leiðinni meiri hlutann af zanzibar þannig að þetta var mjög gaman bara J.  Þessi veitingarstaður er líka alveg magnaður, er semsagt pínulítill staðsettur á smá eyju/kletti út í fjörunni.   Þegar það er fjara þá er hægt að labba út í hann en þegar er flóð þá þarf maður að vaða þangað.   Var reyndar fjara þegar ég var þarna en held hann sé mun flottari þegar það er flóð.   

 

Áður en við komum hingað þá stoppuðum við í Des es Salaam sem er höfuð borg Tansaníu.  Þvílíkt skítapleys og mikið um glæpi.  Þeir ganga svo langt þar að ef þú ert stopp á ljósi þá áttu áhættu að það komi ara eitthvað lið og steli afturljósi eða öllu sem hægt er að ná af bílnum.  Þurftum semsagt að vera tilbúinn ef eitthvað svoleiðis myndi koma upp á.  Bílstjórinn vildi að það myndi alltaf einhver standa aftast í trukkinum með baseball kylfu svo við yrðum látin í friði.   Það var svolítið sérstakt, veit nú ekki alveg hvað maður átti svo sem að gera ef einhver myndi koma og reyna stela afturljósinu af trukknum.   En við vorum alveg látin í friði þannig að það var bara fínt.   Tjölduðu svo eina nótt bara þarna niður á ströndinni þarna áður en við tókum svo ferjuna yfir til zanzibar.

 

Annars er lítið planað næstu 2 daga annað en að hanga á ströndinni og horfa á fótbolta :)

9.júní 2012

Marangu village og haldið til Zanzibar

 

Þegar þetta er skrifað þá er ég staddur á stað sem heitir eitthvað Koroba sem er í svona 8 klukkustunda akstri frá Der es Salam en þangað eru við svo að halda á morgun.

 

Síðustu dagar hafa verið svona í rólegri kanntinum hjá okkur.  Byrjuðum á því að keyra frá Arusha til Marangu sem er þorp hérna við rætur Kilimanjaro.  Stoppuðum fyrst og fylltum trukkinn af mat fyrir næstu daga. 

Stoppuðum í 3 daga í Marangu og flestir bara tóku því rólega.   Ég aftur á móti nýtti tímann til að fara nokkru sinnum út að hlaupa og taka lyftingaæfingar J.   Að fara út að hlaupa hérna er nokkuð athyglisvert.   Í fyrsta skiptið sem ég fór þá nánast á sömu mínútu og ég fór út af tjaldstæðinu þá voru tugir krakkar farnir að hlaupa á eftir mér og allir aðrir að glápa á mann og heilsa manni.  

Svo var farið í nokkurua klukkutíma göngu til að skoða foss þarna rétt hjá. 

Héldum svo frá þessum stað til Des es Salam því þar ætlum við að taka ferjuna yfir til Zanzibar J.  Þar verður nóg af sól og sandi næstu daga.

Maður finnur það nú alveg að maður er að nálgast ströndina þar sem rakastigið er farið að hækka verulega.  Núna er klukkan að verða 10 hérna og það er eiginlega alveg óbærilegt hérna.  Örugglega svona 25 stiga hiti og þvílíkur raki.

7.júní 2012

Ngorogoro og Seregeti

Síðustu 3 dagar hafa verið einherjir þeir mögnuðustu dagar sem ég hef upplifað.  Fór í safari inn í Ngorongoro og Serengeti þjóðgarðana hérna í Tanzaniu.  Keyrðum um á opnum Landcruserum og skoðuðum vilta dýralífið.

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu á nokkurn átt þannig að menn átti sig á hversu magnað þetta var.  Fyrir utan nátturulega allt magnaða útsýnið sem maður sát, þá voru bara hundruðir af viltum dýrum allt í kringum okkur.

Ljón í 2-3 metra fjarlægð, tígrisdýr klifrandi í trjám, fýlar nánast að labba yfir bílinn okkar, flóðhestar í vatni nokkra metra í burtu, gíraffa út um all, þúsundir seprahesta allt í kring....  já svona gæti eg endalaust talið.  Held það sé bara betra að láta myndirnar segja þessa sögu......

Gistum þarna inn í tjaldi inn í þjóðgarðinum 2 nætur.   Seinni nóttina þá gistum við það sem kallast svona „wildcamp" já eða bara út í viltri náttúrunni.  Guidarnir tóku það skýrt fram að við máttum ekki taka neitt inn í tjöldin, engann mat eða ekki neitt þar sem dýrin þarna í kring myndu finna lyktina af öllu sem væri opið.
Já semsagt, við gistum þarna með þúsundir dýra allt í kringum okkur.  Vissulega  var þessi flötur sem við tjölduðum á girt af með svona meters hárri girðingu.  Nokkuð svipaðri og er í kringum húsið okkar á Djúpavogi.   En það er nú ekki eitthvað sem þessi dýr láta stoppa sig því er að skipta.

Kominn inn í tjald kl 8:30 gjörsalega uppgefinn.  Ekkið fairð svona snemma að sofa í 10 ár.  Það var alveg þvílíkt magnað að liggja þarna í tjladinu, hlusta á öll dýrahljóðin.  Heyra Ljón öskra og þess háttar.   Sofnaði samt nokkuð fljótt sem var gott þar sem það var ræs kl 5:30 daginn eftir.

1500 myndum seinn þá komum við aftur á snake tjaldstæðið.  Þar beið min og 3 aðra verkefni að elda chili rétt ofan í 22 aðila.  Sæmilega erfitt að gera það, sérstaklega þar sem við máttum bara eyða 30 dollurum í að kaupa matinn, í einhverri skítabúllu hérna þar sem ekkert fékkst.   En engu að síður heppnaðist það bara nokkuð vel J   Allaveg voru allir sáttir.
Já ætti kannsi að lýsa svona hvernig hlutirnir virka á svona Overlandi trukki.   Hvað varðar mat þá eldum við ofan í okkur sjálf.   Hópnum er bara splittað upp í hópa.   Núna erum við sirka 4 í hóp.  Sem þýðir að á 5 daga fresti þá þarf minn hópur að kaupa í matinn daginn áður (morgunmat, hádegismat og svo kvöld mat )  og svo elda ofan í liðið.  Hljómar mun auðveldara en það er.  Svo í ljósi þess að það er engin bónus verslun hérna, ekki elhúsið manns og basicly ekkert sem maður þekkir.  Ofan á það þá fær maður 30 dollara til að borga fyrir allan matinn fyrir 22 aðila.  En þetta er samt vissulega eitthvað sem maður hefur virkilega gott af og ég hef mjög gaman að.  Já allavega eldurnarpartinum.  Aðeins erfiðara að ákveða hvað á að elda og verla inn. 

 

Eftir matinn var svo bara hennt upp varðeld og setið þar og drukkuð nokkra bjóra frameftir kvöldi. 

Kveðja

Ánægðasti Tanzaniu Gunni í heimi.

Nextu up  -  Keyra í átt að Kilimanjaro.

3.júní 2012

Snake Park - Tanzania

Ég hef pretty much ekki komist á netið síðan ég lagði af stað.  Hefði reyndar komiðst á netið í Nairobi en ég það var bara of mikið vesen.  En það verður eitthvað áfram sem netsambandið verður eitthvað lélegt.   Þannig að ég mun sjást reynda að setja nokkrar bloggfærslur inn í einu.

Allavega þá hafa síðustu dagar verið mjög skemmtilegir.   Hópurinn átti bara skemmtilegt kvöld þarna í Nairobi eitthvað frameftir.  Svo var bara vaknað klukkan 8 og lagt af stað daginn eftir.    Keyrðum yfir til Tanzaniu að stað sem heitir Arusha.  Gistum þar á tjaldsæði fyrir utan sem kallast Snake Park.  Sá staður er frægur fyrir það að það ( hvít hjón sem hafa reyndar búið alla sína æfi í afríku en eru samt ættuð frá skotlandi ) að þau keyptu land hérna fyrir 20 árum og bjuggu til hérna snáka garð, og svona læknasetur sem sérhæfir sig í að hlynningu að snákabitum.  Hér getur maður komið og fengið lyf og lækningu ef maður hefur veirð bitinn.  Allt sem maður borgar hérna sér um rekstur á þessu.  Basicly ef þú kaupir bjór á barnum þá rennur allur ágóðinn í þetta snáka lækna setur.     Auk þess er hérna snáka dýragarður sem maður getur labbað í gegnum frítt.   Var ansi magnað að sjá þegar þau voru að gefa þeim að borða.  Gáum þeim lifandi kjúklingaunga, mýs og eitthvað.

Löbbuðum svo hérna inn í lítið afríkst þorp hérna rétt hjá.    Semsagt svona þyrping af nokkrum svona strá leir kofum.  Allir sem bjuggu þarna voru basicly ein fjölskylda.   1 karl, 5 eiginkonur og örugglega 50 börn.  EÐLILEGT en já, þetta er eðlilegt hérna.  Eitt þorpið hérna þar á húsbóndinn 30 konur og 300 börn.  Það er ennþá EÐLILEGRA.

Alaveg, fyrstu dagarnir eru búnir að vera ansi skemmtilegir. 

Kveðja frá Tanzaniu

Gunni.

1.júní 2012

London og Nairobi

Jæja þá er ferðin loksins hafin, spennan búin að magnast svoítið svona upp síðustu daga svona þegar maður fór að tína saman hlutina sem ég þurfti að taka með.  En svona í leiðinni smá kvíði svona í ljósi þess að maður er nátturulega að leggja af stað einn. 

En allavega þá stoð Toni stóð sig eins og hetja og skutlaði mér á völlinn snemma í fimmtudaginn.   Flaug til London.   Stoppaði þar bara daginn verslaði svona það sem mig vantaði fyrir ferðina og hélt svo áfram í flug til Nairoibi.   Átti flug með Virgin sem ég hef alltaf fýlað mjög vel.  Nátturulega bandaríkst fulgfélag og það leyndi sér ekkert, breið sæti og yfirdrifð nógu gott fótapláss.  Erum að tala um það að þegar ég sat venjulega í sætinu og lét fara vel um mig þá voru rúmir 30cm fyrir framan hnén á mér í næsta sæti.   Meira segja Doddi myndi getað látið sér líða vel þarna.

Flugið gekk bara nokkuð vel fyrir sig.  Asnaðist þó til að vera horfa á video fram eftir þannig að ég náði bara 3 tíma svefni.   Lét svo pikka mig upp á flugvöllinn af hostelinu bara svona til að koma öllu draslinu þangað svo ég yrði nú ekki rændur á fyrsta degi,  Hehe.

Þegar ég svo komst þangað þá var restin af liðinu farinn í eitthvað gíraffa reserve þannig ég bara ákvað að fara og sofa þar sem ég hef ekki sofið neitt að ráði síðustu 2 daga þökk bjána skap í mér í fluginu já og svo þessum blessaða skatti sem ákvað að senda mér einhverja tilkynningu vegna verktakagreiðslanna sem ég hef verið að rukka undanfarið ár.   Það kostaði bara að ég þurfti að fylla út já og læra fylla þau út nánast þangað til ég lagði af stað út á völl.  Reyndar ágætt að ég fékk þetta bréf þennan dag en ekki daginn eftir.   Það hefði kosta miðg 300 þusund kall sirka bát.   Engu að síður þá lagði ég af stað í ferðina ósofinn.

En hvað er ég að væla, ekkert að vakna í vinnu eða neitt sem skiptir máli fyrr en í águst. 

Jæja best að fara í bjórinn og kynnast þessu liði.    Bjórinn er alveg rándýr hérna, alveg tæpur 80 kall. 

Kveðja Kenýu-Nairobiu-Gunni.

Næ ekki að tengja myndirnar beint inn hérna á þessu háhraða neti þannig að ég set bara inn link núna þangað til ég kemst í betra net.

http://www.flickr.com/photos/gunnistefans/sets/72157630026163497/Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð


Gunni á ferðalagi