Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Blog

12.nóvember 2013

Keyrt til Uganda

Vaknaði mjög ferskur klukkan 6 sjarp um morguninn.  Alveg magnað hvað þessar aðstæður að elta sólarganginn gefa manni góðan nætursvefn.   Auðvitað hljómar það illa að vakna klukkan 6 en mér finnst þetta magnað.  

Græjuðum okkur morgun mat og keyrðum um þjóðgarðinn hérna að skoða vilta lífið.  Svona um það bil 5 mínútum eftir að við yfirgáfum svæðið sem við tjölduðum á þá rákumst við á nokkur ljón liggjandi bara svona 5 metra utan við veginn.    Svona nokkurnveginn 1 km þaðan sem við tjölduðum.  Svona augnablik upplifir maður bara í afríku.


Eftir góða 5 tíma rúnt í þjóðgarðinum þá héldum við ferðinn áfram.  Næst var að fara yfir til Uganda.   Svona 10 km áður en við komum að landamærunum þá byrjaði þvílík bílalest.   En einhverra hluta vegna þá fengum við að keyra bara meðfram henni.    Engu að síður þá tók góðan klukkara að komast að landamærunum.  Og svo annan klukkutíma að komast út úr trafíkinni ugandamegin.   En það var svo sem allt í lagi þar sem það var skemmtilegt útsýni eiginlega allan tímann.  Allskonar litlar búðir, mjög athyglisverð hótel og ýmislegt fleira við hliðina á veginum.


Næsta stopp var svo að keyra til til staðar sem heitir Eldorete.  Þessi staður er þekktur fyrir það að héðan koma flestir verðlauna maraþonhlauparar í heimi.   Hefur mikið með það að gera að þetta er staður í afríku sem er í mikilli hæð.   Við gistum í 2300.   Gat ekki setið á mér við þessar aðstæður annað en að fara út að hlaupa.   Fann þó lítið fyrir hæðinni.   Eina sem var furðulegt við þetta var að allir voru að fylgjast með mér, krakkarnir að hlaupa með mér og rest að veifa eða heilsa.  Beckham moment held ég bara.

Eftir að hafa hlaupið 3 km frá tjaldstæðinu, sólina alveg að setjast þá var ég orðinn frekar hræddur þarna.  Þannig að ég snéri við og sló einhver met í 3000 metra hlaupi.  Þessi staður á að vera alveg öruggur en ég vildi engu að síður vera kominn heim fyrir sólsetur.   Tókst ekki alveg en komst allavega á leiðarenda.


Ekki neitt þannig séð neitt merkilegt gerst síðustu daga en læt þó eng að síður nokkrar myndir fylgja með.

 

Over and out

Myndaalbúm


IMG_2376
IMG_2400
IMG_2402
IMG_2416
IMG_2420
IMG_2424
IMG_2447
IMG_2448
IMG_2483
IMG_2484
IMG_2496
IMG_2519
IMG_2527
IMG_2528
IMG_2529
IMG_2534
IMG_2537
IMG_2549
IMG_2556
IMG_2569
IMG_2570
IMG_2575
IMG_2586
IMG_2595
IMG_2603
IMG_2605
IMG_2625
IMG_2636
IMG_2646
IMG_4237
IMG_4241
IMG_4246
IMG_4264
IMG_4278
IMG_4281
IMG_4283
IMG_4290
IMG_4313
IMG_4325
IMG_4327
IMG_4331
IMG_4339
IMG_4342
IMG_4346
IMG_4363
IMG_4389
IMG_4392


Athugasemdir

EF þú ert ekki með facebook en vilt samt skilja eftir skilaboð þá getur þú gert það með því að Smelltu þá hér

Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð


Gunni í San Pedro - Chile