Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Blog

14.nóvember 2013

Chimpazees og maurabit

Megin ástæða fyrir því að koma hérna til Kibale var að hér er gott að fara og heimsækja simpasana.   Hérna þarf maður að sækja um leyfi til að skoða þá með magra vikan fyrirvara þar sem það fá bara 8 göngu hópar að sjá þá á hverjum degi eða um 60 manns.  

Við þurftum að taka daginn snemma þar sem við áttum slott fyrir hádegi þannig að ( as usual ) þurfutm við að vakna 5:45.


Gangan var frekar auðveld,  löbbuðum að leita að þeim í svona 1.5 klst.   Erfiðasta við þessa göngu var satt best að segja allir maurarnir sem eru þarna.   Okkur var skipað að vera í síðbuxum og setja allt ofan í sokkana.   Maurarnir þarna eru nefnilega í það miklu magni að ef þú stoppar eða hreinlega stígur á vitlausan stað þá skríða þeir upp þig allan og hreinlega bíta þig.   Þeir skríða inn undir fötin hjá þér og bíta þig.   Ég lennti tvisvar sinnum í þessu og það var frekar óþægilægt.  Þurfti hreinlega að fara inn á mig og taka í sentimetralangan maur og tosa í hann.  Hann var hreinlega fastur á mér.   Frekar óþægilegt sérstaklega þegar þetta er inn á þér.  Í góðar 20 mínútur eftir þetta fannst mér eins og það væru maurar allstaðar innana á mér.  Sem betur fer eru þeir ekki eitraðir og maður fær engin útbrot af þeim eins og af öðrum bitum.   Eina sem gerist er að þessir maurar eru svo þrjóskir að þegar þú togar í þá á sleppa þeir ekki.  Hausinn slitnar af áður en þeir sleppa takinu.  


En allavega, að labba þarna um frumskóginn og sjá þessa apa  vilta var hreint út sagt ótrúlegt.   Fórum svona í 2 metra fjarlægð.  Magnað að hlusta á þá öskra þarna, klifra í tránum í kringum okkur.  Eiginlega ekki hægt að lýsa þessu.  En það er nó stóra ástæðan fyrir því að maður er að standa í þessu, upplifa svona aðstæður sem er ekki hægt að lýsa á nokkurn hátt.  Meira segja myndirnar ná enganveginn að lýsa þessum aðstæðum.

 

Engu að síður, þá tók ég nú nokkrar :P

Myndaalbúm


IMG_2668
IMG_2669
IMG_2672
IMG_2673
IMG_2689
IMG_2723
IMG_2741
IMG_2747
IMG_2753
IMG_2757
IMG_2766
IMG_2767
IMG_2768
IMG_2769
IMG_2778
IMG_2782
IMG_2793
IMG_2794
IMG_2798
IMG_2834
IMG_2851
IMG_2852
IMG_2857
IMG_2859
IMG_2869
IMG_2872
IMG_2874
IMG_2891
IMG_2893
IMG_4400


Athugasemdir

1
Toni
19.nóvember 2013
Shitt hvað þetta er örugglega awesome :D
EF þú ert ekki með facebook en vilt samt skilja eftir skilaboð þá getur þú gert það með því að Smelltu þá hér

Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð