Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Blog

16.nóvember 2013

Bátsferð og keyrt yfir miðbaug

Eftir snilldar stopp hjá simpösunum þá var haldið áfram, tók reyndar nokkra skemmtilegar myndir þarn af tjaldstæðinu kvöldið áður.  Þarna voru þrumur og eldingar og ég reyndi eins og ég gat að ná því á mynd.  Náði nú ekki alveg að fanga momentið en þó engu að síður skemmtilegar myndir.

Þegar við héldum þaðan þa þurftum að keyra í góða 10 klukkutíma áður en við vorum komin á næsta stað.   Þjóðgarður hérna sem heitir Queen Elizabeth National Park.   Þara er hægt að keyra um og skoða vilta lífið.   Fórum í tvær ferðir hérna þar sem við keyrðum á trukknum og skoðuðum vilta lífíð.   Flest dýrin voru fannst mér aðeins of langt í burtu.  Þegar maður hefur komið til Serengeti þá einhvernveginn breytist viðhorfið aðeins gagnvart svona ferðum.   Þar fær maður allt alveg beint í æð. í nokkurra metra fjarlægð.   Eftir það er það þannig séð orðið það sem maður vill sjá.

Sáum reyndar nokkra fíla sem voru bara þarna alveg upp að veginum og voru bara þarna að þvælast í kring og enduðu svo á að labba yfir veginn beint fyrir framan okkur.   Það var nú frekar magnað, einn fíllinn var líka með krakka með sér sem var skemmtilegt að fylgjast með.


Næst var haldið í bátsferð með markmiðinu að sjá flóðhesta í lítilli fjarlægð.  Þetta var 2 tíma sigling þar sem við sáum, fíla, krókodíla buffalos ásamt fullt af lóðhestum.   Einnig var gaman að fylgjast með localnum sigla á litlum bátum út að veiða.

Eina sem mér finnst við þessar bátsferðir er að flóhestarnir eru mestmegnis á kafi.  Og bara rétt stinga nefinu á sér upp úr til að fá vatn.   Þar að leiðandi er frekar erfitt að ná einhverjum skemmtilegum myndum af þeim.

 

Engu að síður skemmtileg bátsferð.    Í lok dags héldum við svo heim upp á tjaldstæði, en áður en við komum þangað þá komum við við á stað þar sem miðbaugur fer í gegn.   Svo sem ekkert merkilegt við það en engu að síður þá stoppuðum við þar og tókum nokkrar myndir af skiltinu.

Myndaalbúm


IMG_2909
IMG_3216
IMG_3202
IMG_3198
IMG_2942
IMG_3194
IMG_3178
IMG_3068
IMG_3164
IMG_3145
IMG_3136
IMG_2987
IMG_3085
IMG_3020
IMG_3169
IMG_3282
IMG_3257
IMG_3242
IMG_3240
IMG_3237
IMG_3236
IMG_3225
IMG_3223
IMG_3219
IMG_3215
IMG_3214
IMG_3207
IMG_3182
IMG_3177
IMG_3162
IMG_3150
IMG_3144
IMG_3116
IMG_3102
IMG_3084
IMG_3078
IMG_3069
IMG_3062
IMG_3056
IMG_3044
IMG_3039
IMG_3005
IMG_2993
IMG_2985
IMG_2980
IMG_2968
IMG_2961
IMG_2955
IMG_2945
IMG_2932
IMG_2921
IMG_2912


Athugasemdir

EF þú ert ekki með facebook en vilt samt skilja eftir skilaboð þá getur þú gert það með því að Smelltu þá hér

Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð


Gunni á ferðalagi