Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Blog

18.nóvember 2013

Haldið til Rewanda

Next up var að koma sér yfir til Rewanda og skoða fjallagórillunar.   Það var jú það sem þessi ferð snýst um :).


Fyrst keyrðum við að vatni hérna sem heitir Lake Bunyonyi.  Áður en við komum þangað þá þurftum við að keyra í gegnum mjög flotta fjallavegi með snilldarútsýni.  Keyrðum í gegnum þorðp hérna sem virtist ekki alveg hafa vera að ná að meðhöndla rigninguna sem var fyrr um daginn.   Allt var á floti þarna og voru göturnar eins og að keyra yfir á. Við vatnið þá gistum við á svakalega flottum stað alveg við vatnið.   Gistum í svona tjald-húsum með útsýni yfir það.


Eftir gott stopp við Lake Bunyonyi þá héldum við áfram að landamærum Uganda og Rewanda.    Alveg magnað hvað umhverfið breyttist við það eitt að keyra yfir landamærin.  Allt varð miklu snyrtilegra og vegirnir miklu betri.   Í staðinn fyrir að vera keyra á vegavinnuvegum nánast stanslaust þá komum við yfir á gott malbik eins og maður þekkir í evrópu.  Einnig virtust húsin vera mun flottari, þó svo þau séu þó enn eins og torfkofar.  Engu að síður mun betri heldur en í uganda.  Hvað varðar landslagði þá er allt hérna í hólum og hæðum.  Gerðum lítið annað en að keyra upp og niður fjöll.   Það gerði nátturluega uphverfið alveg frábært til að horfa á út um gluggann og smella myndum.


Allir fletir hérna virðast vera nýttir í að rækta eitthvað eða í búskap.  Virðist litlu máli skipta hvort það sé láglendi eða toppurinn á fjalli.  Allsstaðar virðist vera einhver rækt í gangi og allsstaðar er fólk að vinna, hvort sem þar er við hliðna á veginum eða efst á toppi fjalls.   Maður sér nánast hvergi einvher faratæki á þessum stöðum og því skilur maður varla hvernig þeir ná að flytja uppskeruna frá þessum stöðum og koma þeim í verð.


En á sama tíma virðist ekki skipta máli hvort maður er að keyra upp þvílíkta bratta brekku, allsstaðar er fók annað hvort að flytja einhvert ótrúlegt magna af hlutum á hjóli eða hreinlega ofan á hausnum á sér.   Labbandi með það á stöðum sem væru t.d. á “hellisheiðinin”.


Anyway, við stoppuðum góða stund í bæ sem heitir Kigali, flott borg og eiginlega eina borgin þar sem ég gæti ýmindað mér að ég gæti buið í, allavega í einhvern takmarkaðan tíma.

Þarna fórum við á Geniside Memorial Center þar sem þeir sem vildu gátu aflað skoðað minnisvarða um þá hrikalegu atburði sem áttu sér stað hérna fyrir ekki svo löngu síðan.   Ég get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi af því að skoða svona hluti og tók því mjög stutta ferð í gegnum þetta.


Áður en við yfirgáfum staðinn komum við svo við á Hotel Rewanda og tókum nokkrar myndir þar, svo sem ekkert að mynda þar en engu að síður stoppuðum við þar.  Tok myndir af minnisvarðandum og sjálfu hótelinu.


Rewanda so far er algjörlega að vinna keppnina yfir skemmtilegasta land afríku.   Í það minnsta í þessari ferð.   En sjáum hvað setur...

Myndaalbúm


IMG_3289
IMG_3295
IMG_3309
IMG_3415
IMG_3406
IMG_3401
IMG_3397
IMG_3395
IMG_3392
IMG_3388
IMG_3387
IMG_3385
IMG_3383
IMG_3382
IMG_3376
IMG_3374
IMG_3372
IMG_3371
IMG_3370
IMG_3369
IMG_3368
IMG_3366
IMG_3365
IMG_3364
IMG_3357
IMG_3355
IMG_3353
IMG_3351
IMG_3350
IMG_3347
IMG_3345
IMG_3344
IMG_3342
IMG_3341
IMG_3335
IMG_3332
IMG_3331
IMG_3329
IMG_3315
IMG_3313
IMG_3304
IMG_4442


Athugasemdir

EF þú ert ekki með facebook en vilt samt skilja eftir skilaboð þá getur þú gert það með því að Smelltu þá hér

Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð