Beint á leiðarkerfi vefsins

Gagnasvæði

Blog

26.nóvember 2013

Haldið til Nairobi

Allar góðar ferðir þurfa nú einhvern tíman að enda og hér var engin undantekning á.   Eiginlega eftir Ginger þá var svona ferðin búin, nema bara áttum eftir að keyra tæplega 1000 km til Nairobi og seinniparturinn af leiðinn vegur sem við vorum búin að keyra áður.  Landslagið orðið meira svona flatlengi og orðið minna fyrir augað.  En engu að síður gaman að fylgjast með lífinu inn í þorpunum sem við keyrðum í gegnum.


Þegar við vorum svo komin til Nairobi þá fór ég bara strax ásamt Colin, breskum strák hérna í göngutúr um borgina.   Var sunnudagur og því mikið um að fólk var í fríi.   Vildi svo skemmtilega til að við hittum akkúrat á einhverja trúarsamkomu hérna í garði nálægt miðbænum.   Þarna voru svona 20þúsund mans saman komnir að syngja einhverja trúarsönva.   Áttuðum okkur reyndar enganveginn á hvað var í gangi annað en að þetta væri einhver trúarsamkoma.  Tróðum okkur þarna inn í skarann og fylgdumst með og tókum myndir.   Einu hvítu aðilarnir þarna á svæðinu að ég held hreinlega.


Eftir þetta skondna stopp þá löbbuðum við í átt að Conferance turninum, planið var að fara upp í hann og sjá útsýni yfir borgina.  Þegar við komum þangað þá voru einhverjir pimp-up-rútubíladagar þar.   Og ekki nóg með það að þegar við vorum komnir inn á svæðið ( svæðið var semsagt lokað af með öryggisgæslu og járnhliðum þá myndaðist einhver rígur þarna sittvoru megin við hliðið.   Þarna hinumegin komu aðrir skrautskreyttir bílar með flullt af liði upp á þaki að syngja svönga og hrópa eitthvað.   Veit ekki alveg hvað var í gangi þarna en minnti á einhvern svona ríg milli heitra stuðningsmanna fótboltaliða.


Mér var ekkert alveg sama þar sem ég var nú í túrbó-túrista búningnum með stóru vélina hangandi á öxlinni, litlu í vasanum og símann í rassvasanum.


Enduðum á því að fá fylgd þaðan út með vélbyssu-lögreglu.  Veit nú ekki hvort það var nausynlegt en löggan vildi þetta.


Semsagt mjög fróðlegur dagur í Nairobi þrátt fyrir að ég hafi ekki haft hugmynd um neitt sem var í gangi þarna…

Myndaalbúm


IMG_3719
IMG_3720
IMG_4546
IMG_4547
IMG_4548
IMG_4550
IMG_4559
IMG_3859
IMG_3879
IMG_4586
IMG_4591
IMG_4592
IMG_4593
IMG_4596
IMG_4629
IMG_4602
IMG_4619
IMG_4623
IMG_4634
IMG_4636
IMG_4638
IMG_3741
IMG_4508
IMG_4511
IMG_4516
IMG_4520
IMG_4524
IMG_4530
IMG_4539
IMG_3763
IMG_3764
IMG_3768
IMG_3834
IMG_3835
IMG_3837
IMG_3841
IMG_3854
IMG_3867
IMG_3872
IMG_3874
IMG_3877
IMG_3880
IMG_3882
IMG_3885
IMG_3890
IMG_3891
IMG_3893
IMG_3897
IMG_4605
IMG_4589


Athugasemdir

EF þú ert ekki með facebook en vilt samt skilja eftir skilaboð þá getur þú gert það með því að Smelltu þá hér

Leiðarkerfi í fæti

Stjórnborð


Gunni á ferð og flugi